fimmtudagur, september 30, 2004

Portfolio

Portfolio.
Ferilmöppur / verkmöppur er góð leið til að sjá framfarir nemenda á stuttum eða löngum tíma. Þær gefa kennarum góða sýn til að fylgjast með framförum á verkefnum nemanda bæði á verkefnum sem eru í vinnslu sem og endanleg verkefni.
Í möppuna er hægt að setja bæði bestu verkefnin og líka önnur til að fylgjast með breytingunum. Ferilmöppur er frábær leið til að virkja nemendur betur þar sem þeir taka t.d þátt í því að velja sín bestu verkefni og spá í framvinduna einnig auðvelda þær foreldrum betur þátttöku í námi barna sinna og fylgjast með þroska þeirra.
Framfaramöppur geta verið í formi leiðarbókar, vinnumöppu, safnmöppu. Hægt er að útbúa þessar möppur á margan hátt, þær geta verið venjuleg stílabók, teygjumappa, kassi sem búið er að klæða, myndbönd svo eitthvað sé nefnt.

miðvikudagur, september 22, 2004

Skype

Hæ hæ

Verð að segja ykkur frá hvað ég gerði í dag.

Ég var að uppgötva svo geggjað forrit . http://www.skype.com/
Það er hægt að hringja í vini og kunningja á netinu þvílík snilld!!!!!!!!!!!
Við Jensey erum búnar að prófa þetta og virkar sem hreinast snilld og eins einfalt og hægt er að hafa þetta.

þá getur maður svona næstum því lagt msn til hliðar :o)

kveðja Þórey

föstudagur, september 17, 2004

Breytingar

Jæja jæja
þá er ég búin að fikta ennþá meira í þessu forriti og kom loksins þessari myndaræmu á réttan stað en það skondna er að ég bað um að það yrði svartur rammi utan um myndirnar og kóðan er þannig er hann birtist ekki ?????
Ég kom inn bloggrúllunni og á réttan stað dí hvað ég er að verða "klár" svo næst er að setja inn þessar fréttaveitur og íslenska þetta eitthvað en eitthvað gerðist við allt þetta fikt og tíðindaboxið er autt ??? veit ekki afhverju því kóðinn virðist vera þarna inni og réttur en boxið autt.. skoða það seinna

Þar til næst
Þórey

miðvikudagur, september 15, 2004

Vefleiðangur

Verkefnið er gróflega unnið á eftir að fínpússa það miklu betur
Vefleiðangur
Glervinna / glervinnsla

Kynning :
Hvað er er gler, hvað er hægt að gera með það, eru til mismunandi gler , hvernig er hægt að vinna með gler hvernig er það unnið osfrv

Verkefni:
Markmið verkefnisins er til að þjálfa nemendur í leit á netinu og bókasafni að vissu efni og öðlast vitneskju og þekkingu í leiðinni.

Bjargir:

http://www.glerlist.is/verslun.htm
http://www.punkturinn.akureyri.is/tinlagt_gler.htm
http://www.punkturinn.akureyri.is/braettgler.htm
http://www.sorpey.is/?category=2&action=detail&Item=20
http://www.sorpa.is/user/cat/show/24/78/6
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=114
http://visindavefur.hi.is/svar.asp?id=1952

http://www.simnet.is/skogur/honnunsmidi.htm
Góð japönsk síða með t.d.steind gler

http://www.handverkshatid.is/links.htm

http://www.glassmart.com/links.html

http://www.listhus.is/
Gallerý

http://www.handverk.is/endurvinna/floskur.html

http://www.samverk.is/Hert_gler_copy(1).htm
þetta síða með upplýsingum hert gler

http://www.berglist.is/
Handunnið gler

http://www.gler.is/
Heimasíða íspunar

http://www.samverk.is/Saga_Samverks.htm

http://www.ofnar.is/greinar6meira.htm

http://www.thehandcraftmall.com/blown_glass.html

http://www.good.co.uk/ourglass/

handcraft + glass leitarorð í google.com

Ferli:
1. Umræður um gler, vinnslu, tilgang og gerðir glerja.
2. Bekknum skipt í hópa
3. Nemendur skipta með sér verkum innan hópsins
4. Nemendur nota bækur af bókasafni ( ef til eru) og bjargir sem gefnar eru upp ásamt öðru efni sem þeir finna sjálfir.
5. Nemendur vinna eitt verkefni úr gleri í vinnustofu
6. Skila verkefni með power point glærusýningu og úbúa veggspjald með áhugaverðugstu punktunum sem hengd verða upp á vegg öðrum til fróðleiks. Foreldrum boðið til kynningar þar sem verkefnin verða sýnd.

Mat:
Niðurstöður metnar eftir vinnubrögðum, virkni og samvinnu.

Niðurstaða:
Til fróðleiks og skemmtunar og nemendur verða því til margs vísari,


þriðjudagur, september 14, 2004

Vefrallý

Vefrallý

Ég ætla að halda mig á heimaslóðum valdi Skagafjörðin .

Nemendur eiga að kynna sér Skagafjörð.
Efnið er ætlað nemendum á miðstigi og eiga nemendur að vera sem fjótastir að svara spurningunum og skrá niður svörin og taka tíman sem þeir verja í verkefnið.
Verkefninum skal skila í word skjali til kennara.

vefslóðir :
http://www.skagafjordur.com/index.php?path=0-7

http://www.northwest.is/front.asp

Hver er helsta atvinnugrein sýslunnar?
Hvað eru sundlaugarnar margar í skagafirði ?
Hvað hét síðasti kaþólski biskupinn sem sat á Hólum ?
Hvaða merkilega safn er að finna á Hofsósi ?
Hvað heitir golfvöllur Sauðárkróks ?
Hvað eru íbúar Sauðárkróks margir ?
Hvað heitir áin þar sem hægt er að fara í River Rafting ?
Hvað er margra klst akstur frá Reykjavík til Varmahlíðar ?
Nefndu 4 tjaldsvæði sem er að finna í Skagafirði ?
Hvað heita sveitafélögin tvö sem eru í Skagafirði ?
Hvað er Drangey ca há ?
Hvað veiðimennsku stunda menn þar?
Hefur verið búið í Málmey ?
Í Skagafirði er oft talað um Gullin Þrjú hver eru þau ?
Fyrir hvað er Drangey frægust ?
Víðmýrakirkja er eitt best dæmi gömlu byggingarlistar úr hverju er hún byggð ?
Hvenær var Glaumbæjarkirkja byggð ?
Hvar er Glerhallarvík ?
Hvar er Tröllaskagi
Hvað heitir byggðasafn Skagfirðinga ?

mánudagur, september 13, 2004

Tíðarandabox

Nú er ég kát það tókst að koma inn tíðarandaboxi ... hrikalega flott. Ég hef þó ekki en fundið leið til að færa myndaræmuna og hvað þá að minnka myndirnar mínar í flickr sem tjáði mér það áðan að ég væri búin með plássið mitt (nokkrar myndir) hljóta að vera allt of stórar.
maður leysir eitt vandamál en önnur koma þá í staðinn .....

hlýt að finna lausn á þessu síðar.

Þórey

Myndaræma

Vává hvað er að gerast á þessum bæ ég hef bara ekki bloggað síðan 2 sept er ekki lagi!!
Jæja ég ligg með höfuðið í bleyti og velti vefrallýinu og vefleiðangrinum fyrir mér og þess á milli er ég að skoða flickr betur og nú var ég að reyna setja inn myndaræmu tókst en ég er ekki ánægð með hvar hún birtist ég vill að hún birtist til hliðar svo eitthvað þarf ég að skoða þetta betur. Kannski að ég hafi pastað kóðan á vitlausum stað eða kannski er það template sem ræður för ????
jæja hvað svo sem þessu líður þá verð ég að upplýsa að ég líklegast skapp í réttir á laugardaginn með fjölskylduna inn í Deildardal og höfðum dætur mína gaman af ( og ég líka) fyrir utan biðina sem þurftir að bíða eftir gangnamönnum eitthvað voru þeir seint á ferðinni niður , mér skilst að það sé vegna góðrar tíðar féið vill vera uppi en ekki veit ég neitt um það en að skreppa í réttir tilheyrir haustinu og vil ég alls ekki missa af þeim.
Annars var tekið því rólega um helgina og eitthvað reynt að rýna í lærdóminn.

well well þar til næst..
Þórey

fimmtudagur, september 02, 2004

Halda áfram

Jæja það er nú gott að þessu blessaða stærðfræðiprófi er lokið púfffffffffff.
Tími til komin að halda áfram að fikta. Nú var ég reyndar að koma heim, var með dóttir mina i fyrsta tónlistartímanum og gekk það bara vel hún ætlar að fara læra á píanó og sú stutta byrjar í næstu viku á suzuki fiðlu námskeiði...... sé fram á busy vetur ..... þetta er allt voða spennandi. Við eigum nú ekki píanó ennþá en tónlistakennarinn sá sig auman og reddaði okkur aldar gömlu orgeli HE HE HE svoldið skondin hljómur í því en hann hlýtur að venjast......
jæja ég þyrfti að fara redda myndum hér inn en þarf fyrst að setja þær inn í tölvuna . Það var nefnilega allt í hassi með tölvumálin á þessu heimili fyrir stuttu svo það varð bara að "strauja" tölvuna og setja allt upp á nýtt og þar með fóru myndirnar en þær eiga nú að vera til hérna einhversstaðar á diskum, geri betrumbót á því þegar ég kemst í það..


nóg í bili þórey